Tveir hvalir fundist dauðir í Thames

Hvalurinn, sem talinn er vera langreyður, var hífður upp úr …
Hvalurinn, sem talinn er vera langreyður, var hífður upp úr ánni af yfirvöldum í London í gær. AFP

Dauður hvalur fannst í Thames-ánni í Englandi í gærmorgun, aðeins rétt rúmri viku eftir að hnúfubakur fannst þar dauður.

Hvalurinn, sem talinn er vera langreyður, var hífður upp úr ánni af yfirvöldum í London í gær.

Fyrst sást til hnúfubaksins fyrir um tveimur vikum síðan en hann fannst svo dauður 8. október. Krufning leiddi í ljós að skip hafði siglt á hann þó óljóst væri hvort áverkarnir hefðu myndast áður eða eftir að hvalurinn dó.

Á síðasta ári lifði mjaldur af þriggja mánaða dvöl í Thames-ánni áður en hann hélt aftur út á Norðuríshafið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert