Segir Breta ganga út í október

Michael Gove sér um undirbúning ríkisstjórnarinnar vegna hugsanlegrar útgöngu án …
Michael Gove sér um undirbúning ríkisstjórnarinnar vegna hugsanlegrar útgöngu án samnings. AFP

Ráðherra í bresku ríkisstjórninni hefur ítrekað að Bretar yfirgefi Evrópusambandið 31. október þrátt fyrir beiðni um frest sem send hefur verið.

Boris Johnson sendi Evrópusambandinu óundirritað bréf í gær þar sem hann bað um frest til útgöngunnar. Með bréfinu fylgdi hins vegar annað, undirritað, bréf þar sem hann heldur því fram að það væru mistök að veita frestinn.

Michael Gove sagði í viðtali við Sky News í morgun að ríkisstjórnin stefndi enn að útgöngu Breta úr sambandinu 31. október, en Gove sér um undirbúning ríkisstjórnarinnar vegna hugsanlegrar útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „Við vitum að ESB vill að við förum og við erum með samning sem leyfir okkur það,“ segir Gove.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert