Fjórir menn innlyksa í helli á Spáni

Fjórir þaulreyndir hellaskoðunarmenn eru innlyksa í helli á Norður-Spáni eftir …
Fjórir þaulreyndir hellaskoðunarmenn eru innlyksa í helli á Norður-Spáni eftir að skyndiflóð varð á svæðinu. Skjáskot/Facebook

Fjórir hellaskoðunarmenn frá Portúgal eru innlyksa í Cueto-Coventosa-hellunum nálægt Arredondo á Norður-Spáni. Björgunarmenn reyna að ná til mannanna. 

Mennirnir eru þaulreyndir hellaskoðunarmenn en skyndiflóð sem varð á svæðinu á laugardag varð til þess að þeir urðu innlyksa í hellunum. Vinir þeirra reyndu að ná til þeirra í fyrstu en þegar ljóst varð að það tækist ekki óskuðu þeir eftir aðstoð spænsku neyðarlínunnar. 

Björgunarmenn hafa reynt að ná til þeirra og tókst í gær að komast um 50 metra inn í einn hellinn en vatnsflaumurinn er enn of mikill, líkt og sjá má á myndskeiðinu sem einn björgunarmannanna hefur deilt á Facebook: 

Björgunarmennirnir vinna nú að því að koma reipum fyrir í hellunum sem auðveldar þeim að athafna sig. Vatnyfirborðið er tekið að lækka, en aðeins um 10 sentimetra á klukkutíma. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fólk verður innlyksa í hellunum sökum flóða. Í júlí á þessu ári var þremur bjargað þegar vatn flæddi inn í hellana.

Frétt BBC

mbl.is