Minnihlutastjórn í kortunum í Kanada

AFP

Kjósendur í Kanada mættu í kjörklefana í dag til þess að kjósa til kanadíska þingsins. Mjótt er á mununum á milli tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, Frjálslynda flokksins undir forystu Justins Trudeau forsætisráðherra og Íhaldsflokksins sem Andrew Scheer fer fyrir. Útlit þykir fyrir minnihlutastjórn annars flokksins.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins. AFP

Trudeau vann stórsigur fyrir fjórum árum þegar Frjálslyndi flokkurinn hlaut meirihluta á kanadíska þinginu. Hins vegar hefur stjórnartíð hans í seinni tíð þótt einkennast af ýmsum hneykslismálum. Samtals sitja 338 þingmenn á kanadíska þinginu og þarf því 170 þingmenn að lágmarki til þess að mynda meirihluta.

Hvor stóru flokkanna tveggja hefur verið að mælast með um þriðjung atkvæða í skoðanakönnunum að undanförnu. Búist er við fyrstu tölum klukkan 23:00 að íslenskum tíma frá British Columbia samkvæmt frétt AFP.

Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada.
Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert