Sakaður um njósnir í Kína

Xi Jinping, forseti Kína. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd …
Xi Jinping, forseti Kína. Yfirvöld í Kína hafa verið gagnrýnd og sökuð um að handtaka erlenda ríkisborgara í pólitískum tilgangi. AFP

Japanskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið í varðhaldi í Kína síðan í september vegna gruns um njósnir. Talsmaður japanskra stjórnvalda staðfesti þetta í dag. 

Fram kom í tilkynningu frá japönskum stjórnvöldum að karlmaður á fimmtugsaldri hefði verið handtekinn í Peking í síðasta mánuði og maðurinn sé sakaður um brot á kínverskum lögum.

Ekki var tekið fram hver brot mannsins eiga að vera. Japanskir fjölmiðlar segja að um sé að ræða prófessor við Hokkaido-háskóla og hann sé sakaður um njósnir.

Enn fremur kemur fram í japönskum fjölmiðlum að maðurinn hafi áður starfað sem embættismaður í japanska stjórnkerfinu.

Kínversk yfirvöld hafa ekkert tjáð sig um málið.

Kínverjar hafa verið sakaðir um að handtaka erlendra ríkisborgara í pólitískum tilgangi. Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðunni eftir að greint var frá því í vor að fyrrverandi kanadískur erindreki hefði verið handtekinn í Kína, grunaður um njósnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert