Vill að þingmenn greiði atkvæði

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun leita eftir því í dag að þingmenn greiði atkvæði um samning sem náðist fyrir helgi á milli rík­is­stjórn­ar Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um út­göngu þess fyrr­nefnda úr sam­band­inu.

Þingheimur var kallaður saman á laugardag, í fyrsta sinn sem slíkt gerist í 37 ár, þar sem ætlunin var að greiða atkvæði um samninginn. 

Eftir fimm klukkustunda þingfund var einungis ákveðið að greiða ekki atkvæði um útgöngu Bretlands fyrr en lagasetning sem er nauðsynlegur grundvöllur samnings hefði verið samþykkt.

Johnson vill hins vegar fá skýr svör frá þingmönnum í dag. Fram kemur í frétt BBC að John Bercow þingforseti ákveði hvort atkvæðagreiðslan fer fram í dag eða ekki.

Ráðherra í bresku rík­is­stjórn­inni hef­ur ít­rekað að Bret­ar yf­ir­gefi Evr­ópu­sam­bandið 31. októ­ber þrátt fyr­ir beiðni um frest sem send hef­ur verið.

Bor­is John­son sendi Evr­ópu­sam­band­inu óund­ir­ritað bréf á laugardag þar sem hann bað um frest til út­göng­unn­ar. Með bréf­inu fylgdi hins veg­ar annað, und­ir­ritað, bréf þar sem hann held­ur því fram að það væru mis­tök að veita frest­inn.

mbl.is