Björguðu dönskum vita frá falli

Stórtækar björgunaraðgerðir voru framkvæmdar í Danmörku í dag. Þá var vita, sem hafði staðið á sama stað í 120 ár, bjargað frá því að falla í sjóinn vegna landeyðingar. 

Í 120 ár hefur vitinn í Rubjerg Knude setið á sandskafli á norðurströnd Danmerkur en strandrof frá Norðursjó hefur um tíma hótað vitanum að steypa honum niður í sjó. 

Nú hefur mannvirkinu, sem er 720 tonn að þyngd, verið bjargað. Það var gert með því að lyfta vitanum upp og færa hann 70 metra innar, eins og skauta á teinum. 

Það mun taka nokkrar klukkustundir að færa vitann en það er ekki hægt að hreyfa hann hraðar en 12 metra á hverri klukkustund. BBC greinir frá þessu.

Vitinn stóð einungis 6 metra frá strandlengjunni.
Vitinn stóð einungis 6 metra frá strandlengjunni. AFP

Rubjerg Knude er í norðurhluta vestureyja Jótlands. Staðurinn er vinsæll meðal ferðamanna. Þangað koma um 250.000 manns árlega en þar er að finna fjölda sandalda.

Þegar sandrof fór að hafa áhrif á kirkju sem var staðsett við ströndina áttuðu íbúar sig á því að þeir yrðu að taka bygginguna í sundur ef þeir vildu ekki að hún félli í hafið. 

Kostaði fimm milljónir danskra króna

Norðursjórinn hafði einnig grafið inn í klettinn sem vitinn stóð á og var hann einungis nokkra metra frá brúninni. Útlit var fyrir að hann myndi mæta sömu örlögum og kirkjan svo ákveðið var að grípa til aðgerða. 

Fjöldi fólks fylgdist með ferð vitans.
Fjöldi fólks fylgdist með ferð vitans. AFP

Bæjaryfirvöld ákváðu að leggja fimm milljónir danskra króna, eða því sem nemur um 93 milljónum íslenskra króna, til að færa vitann og gefa honum þannig 40 ára frest. 

Upphaflega stóð vitinn 200 metra frá hafinu en sú fjarlægð minnkaði um tvo metra árlega vegna veðrunar. Svæðið í kringum vitann mun nú vera fyllt með sementi.

AFP
mbl.is