Fimmtán látin í óeirðum í Síle

Mótmælendum og óeirðalögreglu hefur lent saman.
Mótmælendum og óeirðalögreglu hefur lent saman. AFP

Tala látinna í óeirðunum í Síle fór í fimmtán í dag, samkvæmt þarlendum stjórnvöldum. Átök brut­ust út á föstu­dag vegna hækkaðs verðs á lest­armiðum en mikl­ar óeirðir hafa verið í Santiago síðan fyr­ir helgi.

Hækkun lestarmiðanna var dregin til baka en það dugði ekki til og hefur almenningur í Síle mótmælt lágum launum, misskiptingu og spillingu.

Ellefu af fimmtán hafa látist í höfuðborginni Santiago og nágrenni hennar. Samkvæmt AFP-fréttastofunni hefur fólk látist eftir íkveikjur. 

Þá urðu þrír utan höfuðborgarinnar fyrir skoti og létust af þeim sökum.

Útgöngubann hefur verið í Santiago og neyðarástand í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert