Tvíburarnir lítilsháttar slasaðir

Vettvangurinn úr lofti. Hér má sjá manninn liggjandi á jörðinni …
Vettvangurinn úr lofti. Hér má sjá manninn liggjandi á jörðinni eftir að lögreglu tókst að yfirbuga hann. AFP

Of snemmt er að segja til um hvort ofsaakstur karlmanns á stolnum sjúkrabíl um götur Óslóarborgar í morgun verði skilgreindur sem hryðjuverk. Þetta segir talsmaður norsku lögreglunnar í samtali við NRK, norska ríkisútvarpið. Allir lögreglumenn í Óslóarumdæminu ganga nú um vopnaðir.

Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur,  hefur áður komist í kast við lögin, samkvæmt NRK.

Lögreglu tókst að stöðva hann með því að skjóta á dekk bílsins og í kjölfarið skiptust maðurinn og lögregla á skotum, uns tókst að yfirbuga hann. Samkvæmt NRK varð enginn fyrir skotum lögreglu.

Maðurinn ók á nokkra vegfarendur, þeirra á meðal sjö mánaða gamla tvíbura, sem voru í barnavagni, og móður þeirra sem ók vagninum.  Í frétt NRK segir að börnin séu lítilsháttar slösuð eftir ákeyrsluna. Lögreglan í Ósló lýsir eftir konu í tengslum við málið og samkvæmt NRK hefur hún einnig komist áður í kast við lögin,

Twitter-færsla Óslóarlögreglunnar:

Á framhurð sjúkrabílsins má sjá göt eftir byssukúlur, en maðurinn …
Á framhurð sjúkrabílsins má sjá göt eftir byssukúlur, en maðurinn sem stal bílnum skiptist á skotum við lögreglu eftir að tekist hafði að stöðva hann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert