39 fundust látin í gámi

Breska lögreglan rannsakar nú málið.
Breska lögreglan rannsakar nú málið. AFP

Lík 39 manns fundust í gámi flutningabíls í bænum Thurrock í Essex-héraði í suðausturhluta Englands í nótt. Meðal hinna látnu er unglingur. Bílstjóri flutningabílsins hefur verið handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa myrt fólkið.

Breska dagblaðið Halstead Gazette greinir frá þessu. Í samtali við blaðið segir Andrew Mariner, yfirlögregluþjónn á svæðinu, að verið sé að bera kennsl á hina látnu. Talið sé að flutningabíllinn hafi komið frá Búlgaríu og að hann hafi komið til Englands á laugardaginn. 

Mariner segir að málið sé rannsakað sem morð.

Sjúkrabílar voru kallaðir til að iðnaðarsvæði í Thurrock á öðrum tímanum í nótt eftir að fólkið fannst, en þegar sjúkralið kom á vettvang var það allt úrskurðað látið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert