Segja 737 Max fara aftur í loftið fyrir áramót

Dennis Muilenburg, yfirmaður hjá Boeing, segir það forgangsmál hjá flugvélaframleiðandanum …
Dennis Muilenburg, yfirmaður hjá Boeing, segir það forgangsmál hjá flugvélaframleiðandanum að koma fluvélunum aftur í loftið. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing gerir ráð fyrir að flugvélar þeirra af gerðinni 737 Max fari aftur í loftið fyrir lok þess árs. 

Flugvélarnar voru kyrrsettar fyrr á þessu ári eftir að tvö mannskæð flugslys höfðu orðið með nokkurra mánaða millibili. Fyrra flugslysið varð þegar flugvél Lion Air hrapaði í Indónesíu 2018 og 189 létust og það seinna í mars 2019 þegar 157 farþegar létust er flugvél Ethiopia Air hrapaði í Eþíópíu.

Dennis Muilenburg, yfirmaður hjá Boeing, segir það forgangsmál hjá flugvélaframleiðandanum að koma fluvélunum aftur í loftið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert