„Upphafsmaður mótmæla“ látinn laus

Chang Tong-kai er grunaður um að hafa myrt ólétta kærustu …
Chang Tong-kai er grunaður um að hafa myrt ólétta kærustu sína þegar þau voru í fríi í Taívan í fyrra. AFP

Karlmaður sem er grunaður um morð var í dag látinn laus úr fangelsi í Hong Kong. Mál mannsins leiddi til fjöldamótmæla í Hong Kong sem hafa staðið yfir frá því í byrjun júní.

Chan Tong-kai er sakaður um að hafa myrt ólétta kærustu sína í Taívan í fyrra áður en hann flúði til Hong Kong.

Framsalssamningur er ekki í gildi á milli Taívan og Hong Kong en Tong-kai dvaldi alls í 19 mánuði í fangelsi í Hong Kong vegna peningaþvættis.

Hann var látinn laus í dag og bað fjölskyldu kærustu sinnar afsökunar. Tong-kai sagðist vera tilbúinn að gefa sig fram við yfirvöld í Taívan.

Lögregluþjónar fyrir utan fangelsi í Hong Kong.
Lögregluþjónar fyrir utan fangelsi í Hong Kong. AFP

Deilt hefur verið um hvernig Tong-kai á verða sóttur til saka í Taívan og samkvæmt frétt AFP er óvíst hver næstu skref í málinu eru.

Yfirvöld í Hong Kong segja að Tong-kai geti farið til Taívan og gefið sig fram við lögreglu þar. Yfirvöld í Taívan segjast hins vegar vilja gæta fyllsta öryggis og vilja fá Tong-kai í lögreglufylgd en það sætta yfirvöld í Hong Kong sig ekki við.

Hong Kong hef­ur gert framsals­samn­inga við 20 ríki, meðal ann­ars Bret­land og Banda­rík­in, en eng­inn slík­ur samn­ing­ur er í gangi við Kína, þrátt fyr­ir viðræður þess efn­is und­an­farna tvo ára­tugi.

Frumvarpið sem mótmælt hefur verið í sumar hefði gert Hong Kong kleift að senda grunaða glæpamenn til staða sem það hefur ekki gert framsalssamninga við, líkt og Kína og Taívan.

Gagn­rýn­end­ur frumvarpsins segja að Hong Kong gæti með lög­un­um orðið ber­skjaldað gegn ófull­komnu rétt­ar­kerfi Kína og að það hefði slæm áhrif á rétt­ar­kerfi borg­ar­inn­ar.

Búist er við því að frumvarpið verði formlega dregið til baka í dag en yfirvöld í Hong Kong greindu frá því í júlí að þau væru hætt við að leggja það fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert