Fílar fljúga heimsálfa á milli

Mikill þurrkur hefur verið í Zimbabwe undanfarið og 55 fílar …
Mikill þurrkur hefur verið í Zimbabwe undanfarið og 55 fílar hafa dáið úr þorsta. AFP

30 ungir fílar voru fluttir með flugvél frá Zimbabwe til annars lands, líklega Kína. Salan á dýrunum hefur verið gagnrýnd harðlega af dýraverndunarsinnum, sem telja að flugið geti haft verulegar afleiðingar fyrir andlega heilsu fílanna. Rúmlega ár er síðan fílarnir ungu voru aðskildir frá fjölskyldum sínum. 

Samkvæmt BBC segja yfirvöld þjóðgarða Zimbabwe að nauðsynlegt hafi verið að selja fílana, þar sem mikill skortur sé á fjármagni til að sinna verndun dýralífs í þjóðgörðum landsins. Umfangsmikill þurrkur hefur verið í Zimbabwe undanfarið og hafa 55 fílar drepist. Talsmaður þjóðgarða Zimbabwe segir að ágóðinn af fílasölunni muni fari í að grafa brunna í Hwangi þjóðgarðinum.

mbl.is