Engin ákvörðun tekin á fundi ESB

Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB.
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins frestuðu því í morgun að taka ákvörðun um hversu langan frest Bretar fái til að ganga úr sambandinu. Var það niðurstaða fundar í Brussel.

Ráðgert hafði verið að Bretar gengju út úr ESB 31. október og er það leiðtoga Evrópusambandsins að ákveða hvort frestur verði veittur.

Í frétt AFP kemur fram að öll ríki ESB samþykki í meginatriðum að veita Bretum lengri frest en til mánaðamóta til að yfirgefa sambandið.

Þrátt fyrir það var engin ákvörðun tekin á fundi í morgun.

Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagði að viðræðurnar í morgun hefðu verið mjög góðar og að vinnan héldi áfram næstu daga. 

Evr­ópu­sam­bandið mun að öll­um lík­ind­um taka ákvörðun á mánudag eða þriðjudag um hvort frestur verði veittur og þá lengd hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert