Rússarannsókn Mueller rannsökuð

Robert Mueller og Donald Trump.
Robert Mueller og Donald Trump. AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið glæparannsókn á tildrögum rannsóknar þarlendra ráðamanna af afskiptum Rússa í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016.

Dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, William Barr, skipaði í maí sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn á meintum tengslum kosningaherferðar Trump og rússneskra stjórnvalda. Einnig vildi Barr kanna hvort söfnun upplýsinga í tengslum við rannsóknina hafi verið lögum samkvæmt.

Með því að kalla þetta núna glæparannsókn getur saksóknarinn John Dur­ham lagt fram ákæru, yfirheyrt vitni og krafist gagna. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er ekki ljóst hvaða glæpur er til rannsóknar.

Robert Mu­ell­er fór fyr­ir rann­sókn á mögu­leg­um af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­um í Banda­ríkj­un­um 2016 og bar vitni fyrir þingnefndum vegna efnis hennar í sumar.

Mueller komst að þeirri niður­stöðu að ekki væri hægt að álykta að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri sak­laus af ásök­un­um um að hafa hindrað fram­gang rétt­vís­inn­ar. Rússar hafi gert sitt til að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, þó ekki hafi verið hægt að sanna að þeir hafi unnið með Trump.

Fjöl­marg­ir hafa í kjöl­farið fram á að for­set­inn verði kærður fyr­ir embætt­is­brot.

Trump hefur gagnrýnt Mueller síðan rannsókn hans hófst og kallaði skýrsluna meðal annars „nornaveiðar“. 

mbl.is