Skaut félaga sína til bana

Rússneskur hermaður á heræfingu.
Rússneskur hermaður á heræfingu. AFP

Rússneskur hermaður skaut átta hermenn til bana og særði að minnsta kosti tvo til viðbótar á herstöð í austurhluta Rússlands. 

Yfirvöld segja að maðurinn, sem er nú í haldi lögreglu, glími mögulega við andleg veikindi. 

Fram kemur á vef BBC, að árásin hafi átt sér stað í þorpinu Gorny, sem er skammt frá borginni Chita, í dag, eða í kvöld að staðartíma. 

Hermaðurinn stóð vörð við stöðina skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Talið er að hann hafi verið kvaddur til að gegna herskyldu. 

Sérstök nefnd, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins stýrir, mun fara á staðinn til að rannsaka atvikið. 

mbl.is