Grátbiðja Pútín um hjálp

Rússneskir hermann eru komnir til Sýrlands.
Rússneskir hermann eru komnir til Sýrlands. AFP

Rússneskar konur, sem haldið var föngnum í fangabúðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands vegna stuðnings þeirra við Ríki Íslams, grátbiðja Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um hjálp við að komast til heimalandsins.

Konunum er haldið í tveimur mismunandi búðum þar sem fjölskyldur meintra hryðjuverkamanna Ríkis Íslams eru í haldi. 

Fram kemur í frétt AFP að þúsundir Rússa hafi gengið til liðs við Ríki Íslams í Sýrlandi og Írak. Einhverjar konur og börn hafa snúið aftur til Rússlands.

„Ég vil komast aftur heim,“ sagði Julia Kryukova frá Pétursborg, áður en rödd hennar brestur. 

Hún óttast barsmíðar þar sem henni er haldið. „Konurnar eru árásargjarnar. Þær kveikja í tjöldum og berja fólk. Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ bætti Kryukova við.

Frá því að Tyrkir hófu innrás í Sýrland í byrjun október eru fangabúðirnar á valdi tyrkneskra hermanna og sýrlenskra stuðningsmanna þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert