Leiðtogi Ríkis Íslams felldur?

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis Íslams, hefur látið lítið fyrir …
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis Íslams, hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár en birtist þó í áróðursmyndbandi í vor. AFP

„Nokkuð rosalegt var að gerast!“ skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter-síðu sína í nótt. Hann útskýrði ekki nánar hvað þetta rosalega er en fjölmiðlar vestanhafs telja að bandarískir hermenn hafi drepið Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Ríkis Íslams.

Það hefur ekki verið staðfest en fram kemur í tilkynningu frá Hvíta húsinu að Trump muni flytja „meiriháttar“ tilkynningu klukkan níu að staðartíma, eitt eftir hádegi að íslenskum tíma.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs var Baghdadi felldur af bandarískum sérsveitarmönnum í aðgerð í norðvesturhluta Sýrlands í gær. AFP greinir frá því að mögulega hafi Baghdadi sprengt sjálfan sig í loft upp með sprengjubelti í miðri aðgerð Bandaríkjahers.

Háttsettur bandarískur embættismaður staðfesti við Reuters að herinn hefði tekið þátt í stórri aðgerð í gær en gat ekki svarað því hvort Baghdadi hefði fallið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter að eitthvað rosalegt hefði …
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter að eitthvað rosalegt hefði gerst. AFP

Síðast sást til Baghdadi, sem er 47 ára, í áróðursmyndbandi sem Ríki Íslams sendi frá sér í apríl. Áður hafði hann ekki sést opinberlega í fimm ár en árið 2014 lýsti hann yfir kalíf­a­dæmi Rík­is íslams á þeim svæðum sem sam­tök­in höfðu lagt und­ir sig í Sýr­landi og Írak. Síðan þá hafa marg­ar fregn­ir borist af því að hann hefði verið drep­inn eða hann særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert