Samvinna Bandaríkjamanna og Tyrkja

Árás var gerð á heimili skammt fyrir utan bæinn Barisha …
Árás var gerð á heimili skammt fyrir utan bæinn Barisha í Sýrlandi. AFP

Tyrkenskir og bandarískir hermenn unnu saman að árás í gær þar sem talið er að Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtoga Rík­is Íslams, hafi fallið. Greint er frá samvinnunni í Twitter-færslu tyrkneska varnarmálaráðuneytisins.

Þar var ekki greint frá því hvort Baghdadi hefði látist.

AFP grein­ir frá því að mögu­lega hafi Bag­hda­di sprengt sjálf­an sig í loft upp með sprengju­belti í miðri aðgerð banda­ríkja­hers.

Þar segir enn fremur að þyrlur hafi gert árás á heimili rétt utan við bæinn Barisha í Sýrlandi. Alls létust níu í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert