Brexit líklega frestað fram á næsta ár

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Evrópusambandið mun líklega veita Bretum frest til 31. janúar til að yfirgefa sambandið, samkvæmt frönskum embættismanni. Aðildarríki ESB ræða málefni Bretlands á fundi í dag.

Í frétt AFP kemur fram að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi rætt málið símleiðis í gær.

John­son mun leggja það fram á þingi í dag að boðað verði til þingkosninga 12. desember. Hann hefur hvatt þingmenn Verkamannaflokksins til að styðja sig, við litlar undirtektir.

mbl.is