Samþykktu að fresta Brexit til 31. janúar

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB. AFP

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í morgun að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu um þrjá mánuði, til 31. janúar. Áður stóð til að Bretar myndu yfirgefa ESB 31. október.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, staðfesti þetta í færslu á Twitter.

Þar segir enn fremur að það þýði þó ekki að Bretar muni ganga úr sambandinu þann dag, heldur sé möguleiki á því að það gerist fyrr ef breska þingið samþykkir útgöngusamning.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun leggja það fram á þingi í dag að boðað verði til þing­kosn­inga 12. des­em­ber. Hann hef­ur hvatt þing­menn Verka­manna­flokks­ins til að styðja sig, við litl­ar und­ir­tekt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert