Corbyn styður desemberkosningar

Jeremy Corbyn, formaður Breska verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, formaður Breska verkamannaflokksins. AFP

Breski verkamannaflokkurinn hefur samþykkt tillögu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að kosið verði til þings fyrir jól. Þetta tilkynnti Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, í morgun.

Í gær hafnaði þingið til­lögu Bor­is John­son um nýj­ar kosn­ing­ar 12. des­em­ber. Hann hafði hvatt þing­menn Verka­manna­flokks­ins til að styðja hana en fengið litl­ar und­ir­tekt­ir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Corbyn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að eftir að þær fregnir bárust frá Evrópusambandinu að framlenging á 50. grein Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um úrsögn úr sambandinu, hefði verið samþykkt til 31. janúar hefði honum snúist hugur.

Skilyrði hans um að samningslaust Brexit kæmi ekki til greina hefði verið mætt.

Boðar kosningaherferð

„Við munum núna hefja metnaðarfyllstu og byltingarkenndustu kosningaherferð sem þjóðin hefur séð,“ segir í yfirlýsingu Corbyns sem birt er á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian

Til stóð að Bret­ar yf­ir­gæfu ESB 31. októ­ber, undirbúningur fyrir útgönguna, Brexit, hefur verið gríðarlega kostnaðarsamur og það þykir táknrænt fyrir gang málsins að minningapeningar, sem slegnir höfðu verið til að marka þessi tímamót, hafa nú verið bræddir niður.

mbl.is