Undirofursti bar vitni gegn Donald Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ásakaður um óeðlileg samskipti við …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ásakaður um óeðlileg samskipti við forseta Úkraínu. AFP

Undirofursti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna sagði í framburði, sem gefinn var út seint í gær, að hann hafi orðið vitni að því þegar embættismenn þrýstu á Úkraínu að hjálpa Bandaríkjaforseta í sinni pólitísku baráttu.

Undirofurstinn, Alexander Vindman, sem jafnframt er sérfræðingur í málefnum Úkraínu, bar vitni vegna rannsóknar á störfum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Í vitnisburði sínum greindi Vindman frá því að hann hafi tvisvar látið í ljós áhyggjur af óviðeigandi viðleitni Hvíta hússins til að fá yfirvöld í Úkraínu til að hefja rannsóknir sem myndu hjálpa Trump á pólitískan hátt. 

Í eldfimum undirbúnum framburði sínum sagði Vindman að hann hafi sjálfur hlustað á Trump þrýsta á Vlodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í símtali þann 25. júlí. 

Vitnisburður Vindman var gefinn út seint í gær. Hann leggur til ein sterkustu sönnunargögnin sem renna stoðum undir umdeildar ásakanir gegn Trump. Þær lúta að því að Trump hafi misnotað vald sitt sem forseti og brotið kosningalög til þess að öðlast stuðning Úkraínu í forsetakosningum á næsta ári þar sem hann sækist eftir endurkjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert