Sönnunargögnin bendi til morðs

Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein.
Auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein. AFP

Réttarmeinafræðingur, sem bróðir Jeffrey Epstein réði til starfa, segir að sönnunargögn bendi til þess að auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Epstein hafi ekki framið sjálfsvíg í fangaklefa sínum í ágúst heldur hafi hann verið myrtur.

„Ég held að sönnunargögnin bendi frekar til morðs en sjálfsvígs,“ sagði réttarmeinafræðingurinn Michael Baden, í samtali við Fox News, en hann var viðstaddur krufningu Epstein.

16 af fórnarlömbum Epstein lýstu kynferðisofbeldi Epstein fyrir héraðdsómi í New York í lok ágúst. AFP

Hann benti til að mynda á að hálsliðir hans hefðu brotnað á mörgum stöðum sem óvenjulegt væri að sjá þegar um sjálfsvíg væri að ræða. Áverkarnir væru líkari kyrkingu.

Ep­stein fannst látinn í fangaklefa sínum aðfaranótt 10. ágúst.

Hann var sakaður um skipu­lagt man­sal í vænd­is­skyni. Áttu brot­in sér flest stað í glæsi­hýs­um hans á Man­hatt­an og í Flórída árin 2002 til 2005. Ep­stein greiddi stúlk­um stund­um nokk­ur hundruð dali fyr­ir kyn­mök, en fram kom í ákær­u að yngstu fórn­ar­lömb hans hafi verið allt niður í 14 ára göm­ul, og hafi hon­um verið það full­ljóst. Hann átti yfir höfði sér allt að 45 ára fang­elsi.

Yf­ir­rétt­ar­meina­fræðing­ur New York-borg­ar, Barbara Samp­son, sagði að um sjálfsvíg væri að ræða en því hefur lögfræðingur hins látna mótmælt.

mbl.is