N-Kóreuher skaut skeyti á haf út

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Her Norður-Kóreu skaut tveimur flugskeytum frá Pyongan sem er í suðurhluta landsins og út á haf í morgun. Viðbúnaður er vegna þessa í nágrannaríkinu Suður-Kóreu.

Norður-Kóreumenn skutu flugskeyti frá hafi í byrjun þessa mánaðar. Nokkru síðan gengu fulltrúar landsins út af viðræðum við fulltrúa Bandaríkjanna um kjarnorkuvopnanotkun og -eign sem fram fóru í Svíþjóð. Síðan þá hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu ítrekað farið fram á að stjórnvöld í Washington komi fram með nýjar lausnir og að það verði fyrir lok þessa árs.

Vegna flugskeyta sinna og tilrauna með þau sætir Norður-Kórea ýmsum alþjóðlegum refsiaðgerðum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja þessi vopn nauðsynleg til að geta varist hugsanlegri innrás Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert