Ríki íslams útnefnir nýjan leiðtoga

Abu Bakr al-Baghdadi fyrrum leiðtogi ríkis íslams.
Abu Bakr al-Baghdadi fyrrum leiðtogi ríkis íslams. AFP

Hryðjuverkasamtökin ríki íslams hafa útnefnt nýjan leiðtoga og staðfest andlát Abu Bakr al-Baghdadi, fyrrum leiðtoga samtakanna. BBC greindi frá þessu fyrir stuttu síðan.

Ríki íslams tilkynnti þetta á samskiptamiðlinum Telegram og sagði að Abu Ibrahim al-Hashemi al-Qurayshi væri nýi leiðtogi samtakanna. 

Bandarískir sérsveitarmenn eltu Baghdadi uppi í norð-vestur Sýrlandi um helgina og réðust á fylgsni hans. Baghdadi flúði inn í göng og sprengdi sjálfan sig og tvö börn í loft upp með sjálfsvígsvesti sem hann klæddist. Baghdadi var útnefndur leiðtogi ríkis íslams árið 2014.

Í hljóðskilaboðum staðfestu samtökin einnig andlát Abu al-Hasan al-Muhajir, talsmanns ríkis íslams, sem var drepinn í annarri árás sem bandarískar og kúrdískar hersveitir stóðu sameiginlega að 27. október síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert