Súkkulaðikjólar og súkkulaðiskartgripir

Þær klæddust súkkulaðikjólum, báru súkkulaðiskartgripi og héldu á súkkulaðitöskum, fyrirsæturnar sem gengu sýningarpallinn á hinni árlegu súkkulaðisýningu í París, The Paris Chocolate Fair tradeshow, sem nú er haldin í 25. skiptið. 

Á sýningunni sem hófst í gær og lýkur á sunnudaginn koma saman súkkulaðiframleiðendur og -unnendur alls staðar að úr heiminum og er súkkulaðitískusýningin einn af hápunktunum. Yfir 100.000 gestir sækja sýninguna heim í Frakklandi á hverju ári og hún er einnig farandsýning sem er m.a. haldin í Peking, Moskvu, Seúl, Brussel, London og Köln.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert