Beto O'Rourke hættir við forsetaframboð

Beto O'Rourke er hættur við sækjast eftir tilnefningu demókrataflokksins í …
Beto O'Rourke er hættur við sækjast eftir tilnefningu demókrataflokksins í embætti forseta Bandaríkjanna. AFP

Forsetaframbjóðandi demókrataflokksins Beto O'Rourke tilkynnti fyrr í kvöld að hann væri hættur við að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann ætlar þó að halda áfram að reyna sjá til þess að demókrati hafi betur gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningunum á næsta ári.

BBC greinir frá.

„Kosningabarátta okkar hefur alltaf snúist um að sjá hluti í réttu ljósi, tala af hreinskilni og grípa til aðgerða með afgerandi hætti,“ tísti O‘Rourke.

„Í því ljósi hef ég ákveðið að þjónusta mín við Bandaríkin verði ekki sem forsetaframbjóðandi eða fulltrúi demókrataflokksins í forsetakosningum.“

O‘Rourke ákvað að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrataflokksins eftir að hann laut lægra haldi í öldungadeildarþingkosningum í Texas-ríki gegn repúblikanum Ted Cruz.

Yfirlýsing Beto O'Rourke í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert