Trump segir O'Rourke hafa hætt eins og hund

Donald Trump á kosningafundi í bænum Tupelo í Mississippiríki í …
Donald Trump á kosningafundi í bænum Tupelo í Mississippiríki í gær. AFP

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hæddist að Beto O'Rourke, sem í gær tilkynnti að hann væri hættur við að bjóða sig fram sem fulltrúi Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári og líkti honum við hund.

Þessi orð lét forsetinn falla á kosningafundi í bænum Tupelo í Mississippiríki í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að þar hafi hann sagt O'Rourke hafa „gefist upp eins og hund“ og að hann væri „aumur og aumkunarverður maður“.

Beto O'Rourke til­kynnti í gær að hann væri hætt­ur við …
Beto O'Rourke til­kynnti í gær að hann væri hætt­ur við að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Banda­ríkj­anna. AFP

Fyrir nokkrum dögum notaði Trump áþekka samlíkingu, það var þegar hann sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams hefði „dáið eins og hundur“ þegar hann var sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af af bandarískum hermönnum í Sýrlandi. 

O'Rourke, sem er fyrrum þingmaður Texasríkis, hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Trumps, einkum hvað varðar byssueign og málefni innflytjenda. Hann sagði fjöldamorðin í verslun Walmart í borginni El Paso í Texas í september vera afleiðingu innflytjendastefnu Trumps. 

mbl.is