Beit eyrað af mótmælanda

Af vettvangi árásarinnar í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni.
Af vettvangi árásarinnar í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni. AFP

Hið minnsta fjórir eru slasaðir eftir hnífstunguárás á vettvangi mótmælanna í Hong Kong. Árásarmaðurinn, sem gengur enn laus, beit auk þess hluta af eyra eins fórnarlambanna af.

Ekki hefur tekist að bera kennsl á árásarmanninn, en vegfarendur yfirbuguðu hann að lokum. Árásin átti sér stað í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Tai Koo-hverfinu.

Allt bendir til þess, samkvæmt frétt BBC , að árásarmaðurinn hafi ráðist gegn mótmælendum, sem mánuðum saman hafa krafist aukins lýðræðis sjálfsstjórnarborgarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mótmælendur verða fyrir árásum.

mbl.is