Enn finnast lík eftir þyrluslysið í S-Kóreu

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO. Árni Sæberg

Tvö lík til viðbótar hafa fundist eftir að þyrla hrapaði í Suður-Kóreu fyrir helgi. Þyrlan var af gerðinni H225 Super Puma, sem er sama tegund og þyrl­an sem fórst í Nor­egi fyr­ir rúm­lega þrem­ur árum, en leiguþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-EIR og TF-GRO eru einnig þeirr­ar gerðar. 

Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sagði í samtali við mbl.is í gær að Land­helg­is­gæsl­an fylgdist með fram­vindu rann­sókn­ar á til­drög­um þyrlu­slyss­ins í Suður-Kór­eu. Óskað yrði eft­ir upp­lýs­ing­um frá Air­bus, fram­leiðanda vél­anna, og flug­mála­yf­ir­völd­um. 

Sjö voru um borð í þyrlunni, samkvæmt fréttamiðlinum The Hindu. Áður höfðu lík þriggja fundist og tveggja er enn saknað. Vélin var á leið frá því að sækja slasaðan fiskimann frá eyjunni Dokdo í Japanshafi aðfaranótt fimmtudagsins þegar hún hrapaði í hafið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert