Forstjóra McDonalds vikið úr starfi vegna sambands

Chris Kempczinski, yfirmaður McDonalds í Bandaríkjunum, hefur tekið við starfi …
Chris Kempczinski, yfirmaður McDonalds í Bandaríkjunum, hefur tekið við starfi Easterbrook. AFP

Stjórn McDonalds hefur ákveðið að víkja forstjóranum Steve Easterbrook úr starfi, en í tilkynningu er hann sagður hafa sýnt dómgreindarbrest með því að eiga í sambandi við starfsmann fyrirtækisins. Tekið er þó fram að sambandið hafi þó verið með fullu samþykki beggja.

Chris Kempczinski, yfirmaður McDonalds í Bandaríkjunum, hefur tekið við starfi Easterbrook.

Í yfirlýsingu stjórnar segir að Easterbrook hafi brotið gegn reglum fyrirtækisins með sambandinu, en ekki er tekið fram hvort hann hafi verið rekinn eða beðinn að segja starfi sínu lausu vegna málsins.

mbl.is