Púað og fagnað er Trump gekk inn

Donald Trump forseti Bandaríkjanna í hópi áhorfenda í gærkvöldi.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna í hópi áhorfenda í gærkvöldi. AFP

Púað og baulað, en einnig fagnað. Sitt sýndist hverjum þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna,  gekk í salinn í íþróttahöllinni í Madison Square Garden í gærkvöldi þar sem fram fór bardagi þeirra Kevin Lee og Gregor Gillespie í blönduðum bardagaíþróttum.

Eric og Donald yngri, synir forsetans á bardaganum í gær.
Eric og Donald yngri, synir forsetans á bardaganum í gær. AFP

Forsetinn var í fylgd tveggja sona sinna, þeirra Eric og Donald yngri auk nokkurra leiðtoga í Repúblikanaflokknum, þeirra á meðal var Kevin McCarthy sem er leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Trump veifaði mannfjöldanum og sló hnefa sínum í lófann. Skiptar skoðanir voru á nærveru forsetans, margir létu vanþóknun sína í ljós með því að púa á hann á meðan aðrir klöppuðu ákaft og þótti sér sómi sýndur með nærveru hans. 

Donald Trump forseti Bandaríkjanna veifaði til áhorfenda er hann gekk …
Donald Trump forseti Bandaríkjanna veifaði til áhorfenda er hann gekk inn í íþróttahöllina í Madison Square Garden í New York í gær. AFP

Þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem Trump fær blendnar móttökur á íþróttaviðburði, en það fyrra var á á leik Washingt­on Nati­onals og Hou­st­on Astros í loka­úr­slit­um at­vinnu­manna­deild­ar­inn­ar í hafn­abolta síðastliðinn mánudag. 

Bardagi þeirra Kevin Lee og Gregor Gillespie í blönduðum bardagaíþróttum …
Bardagi þeirra Kevin Lee og Gregor Gillespie í blönduðum bardagaíþróttum fór fram í Madison Square Garden í gærkvöldi. Forsetinn situr í þriðju röð. AFP

Nokkur fjöldi mótmælenda var fyrir utan íþróttahöllina í Madison Square Garden í gærkvöldi. Fólkið bar spjöld sem á stóð „Burt með Trump og Pence núna!“ og „Tökum hann haustaki“ en með því síðarnefnda er væntanlega verið að vísa til íþróttaviðburðarins sem stóð fyrir dyrum.

Meðal þeirra sem voru í föruneyti forsetans í gær var …
Meðal þeirra sem voru í föruneyti forsetans í gær var Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins sem situr Trump á vinstri hlið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert