Fundust á lífi í kæligámi

Gríska lögreglan að störfum.
Gríska lögreglan að störfum. AFP

Gríska lögreglan fann 41 flóttamann í kæligámi flutningabíls á hraðbraut í norðurhluta landsins í morgun. Fólkið var allt á lífi og má þakka það því að frystikerfið hafði ekki verið sett í gang.

Að sögn lögreglu eru flestir flóttamennirnir frá Afganistan og voru þeir allir ómeiddir. Lögreglan hafði stöðvað för flutningabílsins á þjóðveginum skammt frá borginni Xanthi en um reglubundið eftirlit var að ræða.

Bílstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð ásamt flóttafólkinu þar sem það verður skráð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert