Lindsay Hoyle nýr þingforseti neðri deildar breska þingsins

Lindsay Hoyle, þingmaður Verka­manna­flokks­ins, var í kvöld kjörinn forseti neðri …
Lindsay Hoyle, þingmaður Verka­manna­flokks­ins, var í kvöld kjörinn forseti neðri málstofu breska þingsins. AFP

Lindsay Hoyle, vara­for­seti neðri mál­stofu breska þings­ins og þingmaður Verka­manna­flokks­ins, var í kvöld kjörinn forseti neðri málstofu breska þingsins. Hoyle tekur við af John Becrow sem gegndi embættinu í um áratug. 

Kosið var á milli sjö þingmanna og voru umferðirnar fjórar talsins þar sem þeir tveir þingmenn sem hlutu fæst atkvæði í hverri umferð duttu út. 

Að lokum stóð valið á milli Hoyle og Chris Bryant, þingmann Verkamannaflokksins. Hoyle hafði betur með 325 gegn 213. Þegar niðurstaðan var ljós var Hoyle leiddur í ræðustól en stemningin var öllu léttari en oft hefur verið í þingsalnum upp á síðkastið. 

Hoyle heitir því að vera hlutlaus og gagnsær þingforseti. Boris Johnson forsætisráðherra sagði að Hoyle muni koma til með að halda í sín einkenni sem hann er svo þekktur fyrir, það er góðmennsku og sanngirni, í nýja hlutverkinu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði Hoyle nauðsynlega þurfa að hafa augu í hnakkanum sem þingforseti. 

Hoyle þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn og sérstaklega minntist hann á dóttur sína, Natalie. „Það er ein manneskja sem er ekki hér; dóttir mín Natalie. Ég vildi óska að hún hefði getað verið hér. Hún var okkur allt,“ sagði Hoyle, en dóttir hans lést fyrir tveimur árum.

Frétt BBC

mbl.is