Þrír koma til greina sem næsti þingforseti

Lindsay Hoyle, varaforseti neðri málstofu breska þingsins og þingmaður Verkamannaflokksins, …
Lindsay Hoyle, varaforseti neðri málstofu breska þingsins og þingmaður Verkamannaflokksins, hlaut flest atkvæði í fyrstu og annarri umferð þegar þingmenn neðri málstofu breska þingsins greiddu atkvæði um embætti þingforseta. Úrslit liggja fyrir síðar í kvöld. AFP

Lindsay Hoyle, varaforseti neðri málstofu breska þingsins og þingmaður Verkamannaflokksins, hlaut flest atkvæði í fyrstu og annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna neðri málstofu breska þingsins um þingforseta. 

John Bercow, þingmaður Íhaldsflokksins, lét form­lega af embætti þingforseta um mánaðamótin eft­ir að hafa gegnt því í um ára­tug. 

Kosið er á milli sjö þingmanna þar til einn stendur eftir sem hlýtur meira en helming atkvæða. Tveir sem fá fæst atkvæði í hverri umferð detta út. Meg Hillier þingkona Verkamannaflokksins fékk 10 atkvæði í fyrstu umferð og Edward Leigh þingmaður Íhaldsflokksins 11 og voru þau fyrst til að detta út. 

Í annarri umferð datt Rosie Winterton þingkona Verkamannaflokksins út en hún hlaut 30 atkvæði. Harriet Harman þingkona Verkamannaflokksins dró framboð sitt sjálfviljug til baka en hún hlaut næst fæst atkvæði í annarri umferðinni. 

Eftir standa því Hoyle, Eleanor Laing, annar varaforseti og þingkona Íhaldsflokksins, sem hlaut 113 atkvæði í fyrstu umferð og 122 í annarri, og Chris Bryant þingmaður Verkamannaflokksins, en hann fékk 98 atkvæði í fyrstu umferð og 120 í annarri. 

Eleanor Laing, annar varaforseti og þingkona Íhaldsflokksins, kemur næst á …
Eleanor Laing, annar varaforseti og þingkona Íhaldsflokksins, kemur næst á eftir Hoyle í atkvæðagreiðslunni. AFP

Útlit er fyrir að Hoyle verði næsti þingforseti breska þingsins en niðurstöður liggja fyrir síðar í kvöld. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert