Trump yngri gefur út bók og segir „vinstrinu“ til syndanna

Donald Trump yngri sparar ekki stóru orðin í nýrri bók …
Donald Trump yngri sparar ekki stóru orðin í nýrri bók sinni um það hvernig fólkið á vinstrivæng stjórnmálanna vilji þagga niður í öðrum. AFP

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, gaf í dag út bók þar sem hann gagnrýnir þá sem eru á vinstrivæng stjórnmálanna og ver föður sinn með kjafti og klóm. Trump yngri segist orðinn smitaður af pólitískum áhuga og að hann muni jafnvel bjóða sig fram í framtíðinni.

Í bókinni sem heitir Triggered: How the Left Thrives on Hate and Wants to Silence US eða Triggeraðir: Hvernig vinstrimenn þrífast á hatri og vilja þagga niður í Bandaríkjunum ver Donald i ver aðgerðir og orðræðu föður síns,  fer ófögrum orðum um pólitíska andstæðinga hans sem og meginstraumsfjölmiðla. Hillary Clinton er meðal þeirra sem fá það óþvegið.

„Þetta er bókin sem vinstrielítan vill ekki að þið lesið!,“ segir í umsögn um bókina í netversluninni Amazon. Þar kemur einnig fram að bókin taki á pólitískum rétttrúnaði. Bókin varð fljótt sú þriðja vinsælasta á sölulista Amazon.

Trump yngri hefur í langan tíma gagnrýnt meginstraumsfjölmiðla og samfélagsmiðlarisanna fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi ákveðins hóps fólk með þöggun.

Donald Trump eldri Bandaríkjaforseti dásamaði bókina í tísti og hvatti alla fylgjendur sína til að næla sér í eintak.

mbl.is