Hammond hættir á þingi

Philip Hammond var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresy May.
Philip Hammond var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresy May. AFP

Fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Bret­lands, Philip Hammond, mun ekki bjóða sig fram í þingkosningunum í næsta mánuði. Hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni fyrr í dag.

Hammond gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May en sagði af sér nokkrum klukkustundum áður en Boris Johnson varð forsætisráðherra.

Hammond beitti sér gegn út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir þjóðar­at­kvæðið þar í landi sum­ar 2016 þar sem meiri­hluti kjós­enda kaus með því að fara út. Hann hef­ur síðan verið sakaður um að vinna gegn því að af út­göng­unni geti orðið.

Hammond var einn þeirra sem rekinn var úr þingflokki Íhaldsflokksins fyrir að greiða atkvæði gegn Brexit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert