Létu öflugan jarðskjálfta ekki stöðva sig

Öfugur jarðskjálfti sem mældist 6,1 að stærð í Síle hafði engin áhrif á fleiri þúsund mótmælendur sem mót­mælt lág­um laun­um, mis­skipt­ingu og spill­ingu í gær í Santíagó. Til átaka kom milli öryggissveita og mótmælenda, þriðju vikuna í röð sem almenningur krefst breytinga á núverandi ástandi.   

Lögreglan beitti piparúða og skaut gúmmíkúlum að mótmælendum sem grýttu lögregluna og báru eld að henni. Dæmi eru um að fólk hafi nýt sér ástandið og farið ránshendi um búðir og skemmt eignir.  

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna rannsakar meint ofbeldi yfirvalda í garð mótmælenda. Talið er að 20 manns hafa látið lífið frá því mótmælin hófust 20. október. 

Þrátt fyrir öflugan jarðskjálfta höfðu engar fregnir borist af tjóni eða mannsláti vegna hans. 

Mótmælendur krefjast meðal annars að Sebasti­án Piñera for­seti Síle segi af sér. Í síðustu viku tóku ráðamenn ákvörðun um að halda ekki tvær stór­ar ráðstefn­ur í land­inu vegna mót­mæla og óeirða. Ann­ars veg­ar er um að ræða lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, sem átti að fara fram dag­ana 2. til 13. des­em­ber í Santíagó, höfuðborg Síle. Hins veg­ar er þetta leiðtoga­fundur Asíu og Kyrra­hafs­ríkja sem átti að fara fram um miðjan nóv­em­bermánuð.

Talið er að ákvörðunin verði áfall fyr­ir ferðaþjón­ustu Síle. Gjald­miðill Síle, pesóinn, féll á dög­un­um í lægsta gengi gagn­vart doll­ara síðan árið 2003. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert