Ýtti á öryggishnapp fyrir mistök

Frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Mynd úr safni.
Frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Mynd úr safni. AFP

Hollenska lögreglan greindi frá því undir kvöld að hún væri að rannsaka „grunsamlegt atvik“ í flugvél á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

Samkvæmt Twitter-færslu flugfélagsins Air Europa var um mistök hjá flugstjóra að ræða. Hann ýtti óvart á hnapp, sem gefur hættuástand til kynna, þegar farþegar voru að ganga um borð. 

Hollenska lögreglan segir að farþegar og áhöfn flugvélarinnar hafi komist heilu og höldnu frá borði. 27 farþegar voru um borð. 

Talið er að fljúga hafi átt vélinni til Madrídar, höfuðborgar Spánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert