Fimm létust í jarðskjálfta

Fimm létust og 120 slösuðust í jarðskjálfta í norðvesturhluta Írans í nótt. Jarðskjálftinn mældist 5,9 stig og átti upptök sín í 120 km fjarlægð frá borginni Tabriz í Austur-Azerbaijan héraði.

Skjálftinn varð á átta km dýpi og fylgdu honum fimm eftirskjálftar. Að sögn héraðsstjórans eru að minnsta kosti 30 hús ónýt eftir skjálftann. Björgunarsveitir eru á leið til 41 þorps sem eru afskekkt en skemmdirnar eru einkum á tveimur svæðum í héraðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá banda­rísku jarðvís­inda­stofn­un­inni, USGS, eru allar líkur á að tjónið sé umtalsvert og víða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert