Fyrrum forseta mögulega sleppt úr haldi

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, naut mikil …
Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, naut mikil fylgis meðal fátækustu íbúa landsins. AFP

Hæstiréttur í Brasilíu hefur ákveðið að snúa við dómi sem snýr að fangelsun afbrotamanna. Breytingin gæti haft þau áhrif að fyrrum forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, yrði sleppt úr haldi. 

Úrskurðurinn var tilkynntur í gær og segir til um að dæmdir afbrotamenn skuli ekki vera fangelsaðir fyrr en eftir að þeir hafi reynt að áfrýja sínum dómum. 

Breytingin gæti leitt til þess að þúsundum fangelsaðra einstaklinga verði sleppt, þar á meðal Lula. 

Hann var forseti Brasilíu á milli 2003 og 2010 en var honum skellt á bak við lás og slá á síðasta ári. Miklar líkur voru taldar á að hann hefði unnið forsetakosningar síðasta árs ef hann hefði ekki verið fangelsaður. Lula var skellt í steininn eftir að hann var bendlaður við meiriháttar spillingarrannsókn. 

Jafnvel þó Lula sé sleppt þá er honum ekki heimilt að bjóða sig fram til forseta vegna sakaskrár hans.

Jair Bolsonaro er nú forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro er nú forseti Brasilíu. AFP

Lula hefur staðfast neitað öllum ásökunum og vill hann meina að þær séu af pólitískum toga. Eftir að honum var bannað að bjóða sig fram til forseta sigraði öfga-hægrimaðurinn Jair Bolsonaro kosningarnar. 

Lögmenn Lula sögðu í dag að þeir ætli sér að krefjast þess að honum verði sleppt tafarlaust. 

mbl.is