Gerir lítið úr Michael „litla“ Bloomberg

US President Donald Trump speaks to the press before departing …
US President Donald Trump speaks to the press before departing the White House in Washington, DC on November 8, 2019. (Photo by Nicholas Kamm / AFP) AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr Micheal Bloomberg fyrrverandi borgarstjóra New York-borgar og mögulegu forsetaframboði hans, þegar Trump ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið fyrr í dag.

„Hann er ekki gæddur töfrunum til að standa sig vel. Michael „litla“ mun mistakast,“ sagði Trump er hann var spurður um orðróma þess efnis að Bloomberg muni gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári.

Búist er við því að Bloomberg, sem er 77 ára gamall, muni gefa formlega kost á allra næstu dögum. Hann lýsti því þó yfir í mars á þessu ári að hann myndi ekki bjóða sig fram.

Fjölmiðlar vestanhafs segja að honum hafi snúist hugur og að starfsfólk á hans vegum sé þegar byrjað að safna undirskriftum fyrir hans hönd. Haft hefur verið eftir heimildarmanni dagblaðsins New York Post að Bloomberg telji Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, of veikan frambjóðanda. Frestur til að tilkynna framboð rennur út í dag, föstudag.

Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wilson, sagði í yfirlýsingu að Bloomberg ætlaði sér að tryggja að Trump næði ekki endurkjöri í embætti forseta Bandaríkjanna á næsta ári.

„Hann mun ekki standa sig vel, ég held að hann muni skaða möguleika Biden,“ sagði Trump einnig við fjölmiðla í dag og bætti því við að það væri enginn sem hann væri frekar til í að vera í kosningabaráttu á móti heldur en „litla“ Michael.

Bloom­berg, sem er einn auðug­asti maður Banda­ríkj­anna, var borg­ar­stjóri New York-borg­ar frá 2001—2013. Hann hef­ur ým­ist verið í Re­públi­kana­flokkn­um, Demó­krata­flokkn­um eða sjálf­stæður fram­bjóðandi.

Sautján fram­bjóðend­ur etja þegar kappi í forvali Demó­krata­flokks­ins.

Micheal Bloomberg er óskaframbjóðandi Donald Trump að sögn forsetans.
Micheal Bloomberg er óskaframbjóðandi Donald Trump að sögn forsetans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert