Nýr drykkur væntanlegur frá Coca Cola

Coca Cola hefur framleiðslu á nýjum drykk.
Coca Cola hefur framleiðslu á nýjum drykk. AFP

Gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola undirbýr nú framleiðslu á nýjum drykk. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður drykkurinn „stærsti nýi drykkur“ fyrirtækisins síðustu tíu ár. Mun hann bera heitið AHA og er sódavatn, en AHA kemur til með að leysa Coke Dasani af hólmi.

Að því er fram kom í tilkynningu frá Coca Cola í gær verður AHA sett á markað í mars árið 2020. Þar segir einnig að drykkurinn verði fáanlegur í átta bragðtegundum og muni auk þess innihalda um 30mg af koffíni. Með því er verið að reyna að höfða til sívaxandi hóps einstaklinga sem sækja í koffín.

„Þetta er sá markaður sem er að vaxa hvað hraðast, bragðbætt sódavatn, og af þeim sökum viljum við beita okkur enn frekar þar. Við ætlum okkur að veðja á AHA á þessum markaði,“ er haft eftir Celina Li, varaforseta vatnsdrykkjadeildar Coca Cola í Bandaríkjunum.

mbl.is