Ekki nógu frönsk fyrir Quebec?

AFP

Franskri konu var neitað um varanlegt dvalarleyfi í Quebec í Kanada á þeim forsendum að hluti af doktorsritgerð hennar er á ensku í stað frönsku.

Konan, hin 31 árs gamla Emilie Dubois, hefur búið í Quebec, hvar franska er móðurmál flestra íbúanna, frá árinu 2012. Hún lauk doktorsnámi við háskóla þar, stofnaði fyrirtæki og hefur staðist tungumálaprófið vegna veitingu dvalarleysis.

Hins vegar strandaði umsókn Dubois, sem fyrr segir, á því að doktorsritgerðin hennar er ekki alfarið á frönsku. Sá hluti sem er á ensku var á því tungumáli þar sem um var að ræða fræðilega grein sem var birt í vísindatímariti.

„Þetta er fáránlegt en ég verð að trúa því að einhver hafi einfaldlega gert mistök,“ er haft eftir Dubois sem ólst upp í austurhluta Frakklands. Ráðherra innflytjendamála Quebec, Simon Jolin-Barrette, hefur óskað eftir endurskoðun málsins.

Stjórnvöld í Quebec hefur oft verið gagnrýnd fyrir harða stefnu þegar kemur að því að verja stöðu frönskunnar í héraðinu segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert