Fimm lögreglumenn drepnir í fyrirsát

AFP

Fimm lögreglumenn að minnsta kosti týndu lífi í gær og tveir særðust þegar setið var fyrir þeim í sveitarfélaginu La Cementera de San Vicente Coatlan í suðurhluta Mexíkó.

Fram kemur í frétt AFP að Alejandro Murat, ríkisstjóri Oaxaca-ríkis hafi fordæmt árásina og vottað ættingjum lögreglumannanna samúð sína.

Þá hefur Murat fyrirskipað rannsókn á málinu. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð í sveitarfélaginu þegar ráðist var á þá.

mbl.is