Kona drukknaði í vatnsveðri í Englandi

Konan er fyrrum sýslumaður í Derbyshire og heitir hún Annie …
Konan er fyrrum sýslumaður í Derbyshire og heitir hún Annie Hall. Ljósmynd/lögreglan í Derbyshire

Kona drukknaði á föstudag í miklu vatnsveðri sem hefur gengið yfir England síðustu daga en í miðhéruðum Englands hafa mánaðarskammtar af regni fallið á nokkrum dögum. 

Lík hennar fannst nokkrum klukkustundum eftir að það barst með flóðvatni í ána Derwent í Derbyshire-sýslu sem er eitt af austur miðhéruðum Englands. 

Konan er fyrrum sýslumaður í Derbyshire og heitir hún Annie Hall. Fjölskylda hennar sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau sögðust vera í áfalli. BBC greinir frá þessu. 

Slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við að bjarga fólki frá …
Slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við að bjarga fólki frá vatnavöxtunum. AFP

Sjö alvarlegar viðvaranir vegna flóða eru í gildi við ánna Don í suðurhluta Yorkshire. Er ástandið þar talið lífshættulegt.

Fólk hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða og hafa samgöngur truflast vegna vatnavaxtanna.

Veðrið hefur truflað líf þeirra sem búa á svæðinu umtalsvert.
Veðrið hefur truflað líf þeirra sem búa á svæðinu umtalsvert. AFP
mbl.is