Fannst með kvenmannshendur í bakpoka

Oleg Sokolov í gervi Napóleons.
Oleg Sokolov í gervi Napóleons. AFP

Þekktur rússneskur sagnfræðingur hefur viðurkennt að hafa orðið elskhuga sínum að bana eftir að hann fannst í á með kvenmannshendur í bakpoka. Elskhugi hans var fyrrum nemandi hans. 

Oleg Sokolov, 63 ára, var undir áhrifum áfengis þegar hann féll í ána þar sem hann reyndi að losa sig við líkamshluta konunnar. Lögregla fann síðan limlestan líkama Anastasia Yeshchenko, 24 ára, á heimili Sokolov. Sokolov fékk aðhlynningu vegna ofkælingar eftir að hann fannst í ánni. 

Sokolov er sérfræðingur í sögu Napóleons Bónaparte Frakkakeisara og hefur hlotið Légion d’Honneur í Frakklandi, sem er einn mikilvirtasti heiður Frakka. 

Oleg Sokolov, til hægri í gervi Napóleons.
Oleg Sokolov, til hægri í gervi Napóleons. AFP

„Hann hefur játað sök,“ sagði Alexander Pochuyev, lögmaður Sokolov við AFP fréttaveituna og bætti við að hann sæi eftir gjörðum sínum og væri samvinnuþýður við lögreglu. 

Sokolov sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hafi myrt Yeshchenko eftir heiftugt rifrildi og sagað síðan af henni höfuð, hendur og fætur. Sagðist hann hafa ætlað að losa sig við líkið áður en hann hyggðist taka eigið líf opinberlega, klæddur sem Napóleon. 

Sokolov hefur skrifað bækur um Napóleon og starfað sem sagnfræðilegur ráðgjafi við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hann og Yeshchenko störfuðu mikið saman. Þau lærðu bæði sögu Frakklands og klæddust oft búningum sér til skemmtunar, en Sokolov vakti oft mikla athygli í gervi Napóleons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert