Mótmæltu Trump til að „bjarga landinu“

Nikki Haley segir að Tillerson og Kelly hafi reynt að …
Nikki Haley segir að Tillerson og Kelly hafi reynt að stoppa Trump til að bjarga Bandaríkjunum. AFP

Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi reynt að ráða hana til þess að vinna náið með Donald Trump í viðleitni til að „bjarga landinu“.

Þetta kemur fram í bók Haley, With All Due Respect, sem kemur út á þriðjudag. Haley yfirgaf Hvíta húsið í fyrra. Samkvæmt frásögn Haley sagði Tillerson henni að ef enginn fylgdist með Trump myndi fólk deyja. Washington Post greindi frá þessu í dag.

„Kelly og Tillerson treystu mér fyrir því að þegar þeir sýndu forsetanum mótstöðu væri það ekki vegna þess að þeir væru uppreisnargjarnir heldur vegna þess að þeir væru ósjálfstæðir heldur vegna þess að þeir væru að reyna að bjarga landinu,“ segir Haley í bókinni. 

Mennirnir tveir sögðu Haley að það væru ákvarðanir þeirra, ekki forsetans, sem væru Bandaríkjamönnum fyrir bestu og að forsetinn „vissi ekkert hvað hann væri að gera.“

Frétt Guardian um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert