Sydney í hættu vegna eldanna

AFP

Slökkviliðsmenn í austurhluta Ástralíu búa sig undir það að gróðureldar sem geisað hafa á svæðinu og kostað hafa þrjá lífið eigi eftir að versna enn frekar.

Fram kemur í frétt AFP að stórborginni Sydney stafi nú mikil hætta af eldunum en um 150 heimili hafa þegar eyðilagst annars staðar vegna þeirra.

AFP

Hættumatið fyrir borgina er í efsta stigi en þetta er í fyrsta sinn sem það hefur gerst síðan árið 2009 þegar núverandi kerfi var tekið í notkun.

Rúmlega hundrað eldar brenna á svæðinu og þar af nokkrir sem slökkviliðsmönnum hefur ekki tekist að halda í skefjum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert